7.9.2007 | 10:04
Kostuleg verslunarmennska
Þetta er alveg kostulegt!
Annars vegar:
Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Office 1, segir reglurnar um þrjú eintök á mann vera settar til verndar viðskiptavinum verslunarinnar.
Við hugsum um hag viðskiptavinarins, svo þú færð bara að kaupa þrjár bækur, þér til verndar. Þú gætir nefnilega fengið bakverk á að bera fleiri bækur.
Og svo hins vegar:
Hannes segir að hefði Jóhann kynnt sig strax við komuna í búðina hefði aldrei orðið nein rekistefna út af innkaupunum.
Þú ferð bara á kynningarbásinn við inngang verslunarinnar og gerir skilmerkilega grein fyrir þér, heilsar starfsfólkinu kurteislega og þá sleppurðu við að fá réttarstöðu grunaðs manns í versluninni.
![]() |
Mátti ekki kaupa tíu frönskubækur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
hahaha.. nákvæmlega það samaog ég hugsaði
Gísli Sigurður, 7.9.2007 kl. 10:55
Lásuð þið ekki fréttina til enda ? Ef að svo vildi til, að viðkomandi bók, sé niðurgreidd af verslunninni, þá verður að setja takmörk. Annars gætu samkeppnisaðilar sent nokkra starfsmenn að kaupa, og rúið verslunina af upplaginu á skömmum tíma, og selt aftur í sinni eigin, með hagnaði, að sjálfsögðu. Þar liggur hundurinn grafinn. Vinsamlegast reynið að hugsa, áður en þér skrifið.
Njörður Lárusson, 7.9.2007 kl. 12:02
Ef þú hefðir lesið það sem ég skrifaði, Njörður, þá er ég fyrst og fremst að setja út á hvernig orðalag fréttarinnar birtist lesandanum.
Að hugsað sé um hag viðskiptavinarins, „honum til verndar“ og eins að fólk eigi að „kynna sig strax við komu í verslunina“, sem ég hef aldrei heyrt af áður.
Annars er hvergi nefnt í fréttinni á mbl.is að neitt sé niðurgreitt af versluninni, enda eru það undarlegir viðskiptahættir að selja vöru með tapi. Það þýðir að selja þarf aðra vöru með yfirálagningu, annars fer verslunin á hausinn.
Gunnar Kr., 7.9.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.