Leita í fréttum mbl.is

Flestir víst löngu komnir inn í húsið...

Ég heyrði frá kunningja mínum, sem var á tónleikunum, að flestir þeir sem trufluðu hina tónleikagestina, hafi í raun löngu verið komnir í hús. Það var víst FL-liðið sem var boðið upp á drykk fyrir tónleikana og hafði ekki fyrir því að koma sér inn í salinn í tæka tíð. Svo þegar glösin voru tóm, voru tónleikarnir byrjaðir og þá fyrst var haft fyrir því að dröslast inn í salinn. Auðvitað voru þau með langflest fremstu sætin, svo þetta olli ómældum óþægindum fyrir hina stundvísu, sem sátu fyrir aftan.
mbl.is Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hr. Örlygur

Upphitunaratriði á tónleikum fá oft ekki þá athygli sem þau eiga skilið.

Upphitunaratriðið á sunnudaginn, M. Ward, spilaði stutta en stórgóða tónleika - og þar sem þetta voru síðustu tónleikarnir í heimsreisu Norah Jones kom hún óvænt fram með honum í 4 lögum. Góður bónus fyrir þá sem voru mættir til að sjá hann.

En sumir hafa e.t.v. ruglað upphitunaratriði M. Ward (þar sem NJ söng eins og áðursagði óvænt líka) saman við eiginlega tónleika Norah Jones (þar sem var engin truflun og gestir komnir á sinn stað áður en showið hófst).

Líkt og á tónleikum Norah Jones annarstaðar í heiminum misstu margir Íslendingar af M. Ward. Bæði hérlendis sem erlendis er fólk vant að týnast á tónleika þegar þau eru í gangi, mæti jafnvel eftir að þeim er lokið. Spennan fyrir aðalatriðinu er það sem skiptir máli fyrir flesta gesti. 

Ekki tóku t.d. margir eftir Kate Havnevik á tónleikum Air á dögunum. Og margir misstu af múm og Rass á undar Sykurmolunum í fyrra.

Hr. Örlygur, 4.9.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Gunnar Kr.

Æ, ekki reyna að fegra þetta eftirá, kallinn minn. Fólk sem keypti sér einfaldlega miða á tónleikana, keypti sér miða á allt heila klabbið, ekki bara það sem kom á eftir upphitunaratriðinu. Því liggur í augum uppi að kokteil-liðið sem var að koma inn í miðjum klíðum (þar sem M. Ward og Norah Jones sungu lágstemmda tónlist á sviðinu), truflaði. Það er bara ekki ásættanlegt. Þetta er ekki algilt hjá þér með að fólk sé að tínast inn eftir að tónleikar byrji. Á sumum stöðum er fólki ekki hleypt inn eftir að tónleikar hefjast, fyrr en í hléi eða á milli atriða. Sama á við um leiksýningar ansi víða. Og hvað með leikrit? Ég fór í bíó á sunnudagskvöldið og þeir seinustu mættu í bíósalinn kl. 20:35, þótt myndin væri auglýst kl. 20. Við fengum að vísu væna auglýsingagusu fyrst, en myndin sjálf  byrjaði 20:14.

Gunnar Kr., 5.9.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband