22.7.2007 | 06:37
Kominn til Thailands
Jæja! Þá er ég kominn aftur til Thailands eftir ótrúlega skemmtilega ferð um Kambódíu, frá höfuðborginni Phnom Penh og niður Tonle Sap með báti, alveg til Siem Reap.
Í Phnom Penh, sá ég bæði skemmtilega staði og líka staði frá þjóðarmorðum Pol Pots um 1975-1979, þegar milljónir manna, kvenna og barna voru myrt.
Hjá Siem Reap sá ég t.d. Angkor Wat (sjá hér til vinstri), Angkor Thom (sjá hér að neðan), Angkor Bayon og fleira og fleira. Ég prílaði upp og niður steintröppur þar sem ástigið var stundum grynnra en breiddin a fætinum minum.
Og þar var vatnið keypt í eins og hálfs lítra brúsum, sem hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Segi frekar frá ferðinni eftir að heim verður komið og skelli inn myndum sem ég tók.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Þetta er þvílikt ævintýri hjá þér Gunnar! Það verður gaman að fylgjast með þegar þú setur myndir af ferðinni á síðuna þína. Þessar venjulegu spánarferðir blikna alveg í samanburði við þetta ævintýri hjá þér.
kv. Áslaug
Áslaug (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 07:41
Já, það má e.t.v. segja það Áslaug. Sumir telja ferðir svona langt í burtu of dýrar, en þetta er líka spurning um hvað er áhugavert og hvernig maður metur þetta.
Það er hægt að fá Spánarferðir fyrir 40.000 kr. og hótel í hálfan mánuð fyrir 100.000. Svo kostar einstakling svona 60.000 kall að borða í hálfan mánuð þar, samtals 200.000.
Hér er fargjaldið um 90.000, hótel í hálfan mánuð með morgunmat er 20.000 og matur í hálfan mánuð fer varla yfir 10.000 kall (hvort tveggja ríflega áætlað), samtals 120.000 kr. Hér er nefnilega hægt að borða fyrir um 45 kr. en algengt verð á máltíð er frá 80 - 200 kr. eftir því hvað maður vill vera grand.
Gunnar Kr., 27.7.2007 kl. 06:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.