Leita í fréttum mbl.is

Fargjaldafrumskógurinn ógurlegi!

Í nóvember sl. þurfti ég að fara til London og möguleikarnir voru eftirtaldir:

Icelandair, innifalið: máltíð, vatn, djús, kaffi o.fl. á 40.000 kr. fram og til baka.
Iceland Express, innifalið: ekkert á 38.000 kr. fram og til baka. (Þykjast vera lágfargjaldaflugfélag!)
British Airways, innifalið: máltíð, allir drykkir, þ.m.t. áfengir drykkir á 11.000 kr. fram og til baka.

Já, munurinn var gríðarlegur, svo ég flaug auðvitað með BA og líkaði það mjög vel.

Þetta minnir mig á söguna um manninn sem þurfti að kaupa málningu, ef málningabúðirnar hefðu sömu reglur og flugfélögin.

Í málningarversluninni:
Viðskiptavinur: Hvað kostar innimálningin hjá ykkur?
Sölumaður: Við erum með tvo flokka af plastmálningu á 820 kr. og 1.050 kr. lítrinn.
V: Ég ætla að fá 5 lítra af þessari ódýrari.
S: Það gera 4.100 kr.

Málningarkaup hjá flugfélagi:
Viðskiptavinur: Hvað kostar innimálningin hjá ykkur?
Sölumaðu: Það fer eftir ýmsu. Það eru ótal atriði sem hafa áhrif á verðið.
V: Gætirðu gefið mér meðalverð?
S: Það er nú snúið. Lægsta verðið er 700 kr. lítrinn, en svo erum við með 150 mismunandi verð, alveg upp í 14.000 kr. fyrir einn lítra af málningu.
V: Og hver er munurinn á þessum málningartegundum?
S: Það er enginn munur. Þetta er allt sama málningin.
V: Nú? Þá ætla ég að fá 5 lítra af sjöhundruðkróna málningunni!
S: Já, en fyrst þarf ég að spyrja þig nokkurra spurninga. Hvenær ætlarðu að nota þessa málningu?
V: Hvenær? Eh... ég á frí á morgun og ætli ég drífi mig ekki bara í að mála þá.
S: Á morgun, já? Því miður er málningin fyrir morgundaginn á 14.000 kr.
V: Hvenær yrði ég að mála til að fá 700 kr. málninguna?
S: Eftir þrjár vikur. Og þú yrðir að lofa því að þú myndir byrja að mála á föstudegi og værir að mála alveg fram yfir aðfararnótt sunnudags.
V: Þú ert að grínast!
S: Því miður, við grínumst ekki hér. Svo yrði ég að athuga hvort ég eigi yfirhöfuð einhverja sjöhundruðkróna málningu áður en ég get selt þér hana.
V: Hvað meinarðu? Þú ert með næga málningu!
S: Já, já. En þótt þú sjáir hana, er ekki þar með sagt að hú sé til. Við seljum nefnilega bara ákveðinn lítrafjölda á ákveðnu verði um hverja helgi. Og nú var verðið að hækka í 920 kr. lítrinn.
V: Hækkaði verðið á meðan við töluðum saman?
S: Já, við breytum reglunum oft á dag og þar sem þú ert ekki kominn með málninguna í hendur, ákváðum við að breyta verðinu og hækka það í leiðinni. Svo ef þú vilt ekki lenda í því aftur, myndi ég flýta mér að kaupa þá málningu sem þú þarft. Hvað þarftu marga lítra?
V: Ég veit það ekki alveg. Sennilega 5 lítra, ætli ég kaupi ekki 6 lítra til að vera alveg viss.
S: Neeeeeiii, þú mátt það ekki. Ef þú kaupir málninguna en notar hana ekki, er hægt að sekta þig og jafnvel gera upptæka þá málningu sem þú hefur ekki notað.
V: Hvað varðar ykkur um það hvort ég nota málninguna eða ekki? Ég er búinn að borga ykkur fyrir hana!
S: Það þjónar engum tilgangi að æsa sig.
V: Þetta er bilun! Ég geri ráð fyrir að það myndi eitthvað hræðilegt gerast ef það kæmu óvænt gestir og ég gæti ekki málað?
S: Ég er hræddur um það.
V: Nú er mér nóg boðið! Ég fer bara annað og kaupi mína málningu þar!
S: Það þýðir ekkert. Við kaupum nefnilega öll málningarfyrirtæki sem fara í samkeppni við okkur.


mbl.is Breytt uppbygging á fargjöldum Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Já, þetta er svona um það bil hvernig flugfélögin hafa okkur að fíflum.

Sigurjón, 24.6.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband