22.6.2007 | 14:53
Er fríhöfnin „OK“?
Þar sem ég hyggst bráðum halda af landi brott í sumarfrí, datt mér í hug að forvitnast hvort enn væru teknir af farþegum hlutir í vökvaformi (skv. alheimsskipun W. Bush og félaga) þegar um tengiflug er að ræða. Ég var að hugsa um að kaupa mér rakspríra í fríhöfninni hér heima, en vildi ógjarnan að honum yrði hent í ruslið á Kastrup-flugvelli, þegar ég færi í næstu flugvél.
Ég fór því á netið og sló inn: www.frihofnin.is og viti menn, ég fékk upp fríhafnarsíðuna. Þar leitaði ég um stund, án þess að finna nokkrar upplýsingar. Áttaði mig svo síðar að ég átti auðvitað að kíkja á síðu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (www.flugstod.is).
Á flakki um vefsíðu fríhafnarinnar rak ég svo allt í einu augun í auglýsingu, þar sem stóð: Það er OK að fljúga með allar vörur! Ég varð gáttaður. Allar vörur? Svo ég hringdi og það var ung stúlka sem svaraði. Ég bar upp erindið og nefndi einnig auglýsinguna á vefsíðu þeirra.
Já, það er OK að fljúga með allar vörur, var svar stúlkunnar, alveg eins og orðalag auglýsingarinnar.
Nei, svaraði ég. Það er bara ekki rétt.
Jú, hélt hún áfram. Það er alveg OK. Ef þú ert með undir 100 ml. flösku þá...
Ég greip fram í fyrir henni.
Nei, nei! Það er ekkert ókei að fljúga með allar vörur. Það má til dæmis ekki fljúga með eldfima vökva eða sprengiefni, sagði ég.
Það varð smá þögn á hinum endanum.
Það er sko OK að fljúga með allar vörur sem eru keyptar hjá okkur, stundi hún svo.
Já, svoleiðis? sagði ég. En það stendur ekki í auglýsingunni á vefsíðu ykkar.
Ó? sagði hún. En það er sko átt við allt sem er keypt hjá okkur.
En er vökvi tekinn af manni ef maður heldur áfram í tengiflug og kaupir til dæmis rakspíra hjá ykkur? spurði ég.
Nei, sagði stúlkan. Ef þú ferð í tengiflug, þá er allt innsiglt hjá okkur.
Ha?
Já, þá er allt innsiglt hjá okkur áður en þú ferð.
Innsiglt?
Já, þá innsiglum við því í poka áður en þú ferð í tengiflugið.
Meinarðu að þið innsiglið vöruna?
...Augnablik, ég skal gefa þér samband hérna við annan... augnablik.
Ég fór því á netið og sló inn: www.frihofnin.is og viti menn, ég fékk upp fríhafnarsíðuna. Þar leitaði ég um stund, án þess að finna nokkrar upplýsingar. Áttaði mig svo síðar að ég átti auðvitað að kíkja á síðu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (www.flugstod.is).
Á flakki um vefsíðu fríhafnarinnar rak ég svo allt í einu augun í auglýsingu, þar sem stóð: Það er OK að fljúga með allar vörur! Ég varð gáttaður. Allar vörur? Svo ég hringdi og það var ung stúlka sem svaraði. Ég bar upp erindið og nefndi einnig auglýsinguna á vefsíðu þeirra.
Já, það er OK að fljúga með allar vörur, var svar stúlkunnar, alveg eins og orðalag auglýsingarinnar.
Nei, svaraði ég. Það er bara ekki rétt.
Jú, hélt hún áfram. Það er alveg OK. Ef þú ert með undir 100 ml. flösku þá...
Ég greip fram í fyrir henni.
Nei, nei! Það er ekkert ókei að fljúga með allar vörur. Það má til dæmis ekki fljúga með eldfima vökva eða sprengiefni, sagði ég.
Það varð smá þögn á hinum endanum.
Það er sko OK að fljúga með allar vörur sem eru keyptar hjá okkur, stundi hún svo.
Já, svoleiðis? sagði ég. En það stendur ekki í auglýsingunni á vefsíðu ykkar.
Ó? sagði hún. En það er sko átt við allt sem er keypt hjá okkur.
En er vökvi tekinn af manni ef maður heldur áfram í tengiflug og kaupir til dæmis rakspíra hjá ykkur? spurði ég.
Nei, sagði stúlkan. Ef þú ferð í tengiflug, þá er allt innsiglt hjá okkur.
Ha?
Já, þá er allt innsiglt hjá okkur áður en þú ferð.
Innsiglt?
Já, þá innsiglum við því í poka áður en þú ferð í tengiflugið.
Meinarðu að þið innsiglið vöruna?
...Augnablik, ég skal gefa þér samband hérna við annan... augnablik.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
- Bændur fái einn milljarð í styrk
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Athugasemdir
Innsiglt! Hahaha!
Sigurjón, 22.6.2007 kl. 19:51
Halló frændi. Þegar ég flaug út um jólin var farið að nota þessa innsiglingaraðferð, nema hvað það þýddi ekki ef maður var að fljúga vestur um haf. Þannig að ef þú flýgur í gegnum Köben ætti þetta að vera í lagi.
Heyrðu annars, er þetta bróðursonur þinn hér með athugasemd að ofan?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.6.2007 kl. 16:14
Jú, þetta er Sigurjón Vilhjálmsson-Sigurjónssonar-Vilhjálmssonar-Hinriks Ívarssonar... :)
Annars finnst mér þetta bæði barnalegt slagorð hjá Fríhafnarfólki og vanhugsað.
Þar að auki er ótrúlegt að starfsfólkið vilji sigla vörum inn í poka, svo maður geti haft þær "innsigldar".
Gunnar Kr., 23.6.2007 kl. 16:20
Mér hafði dottið þetta í hug (með frænda hérna að ofan), svona byggt á nafninu. Ég las nokkur bloggin hans en sá ekkert sem benti til þess að ég hefði rétt fyrir mér. Mér finnst hann hefði nú getað skrifað svolítið um afa Sigga og ömmu Gunnu, nú eða Gunna föðurbróður, eða eitthvað, bara svo maður gæti nú rakið ættir (skilaboð til þín hér með Sigurjón).
Skilaðu annars kveðju til grísanna þinna. Frétti að það væri búið að ferma litla afmælisbróður minn!
Stína Kolbrúnardóttir-Geirsdóttur-Ívarssonar-Geirssonar...
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.6.2007 kl. 18:18
Jamm, það er rétt hjá þér Stína. Bloggið mitt var í upphafi ekki hugsað sem ,,dagbók"; frekar einhver vettvangur til að vera pirrandi. Ég ætti sennilega að bæta úr því...
Kveðja, Sjonni
Sigurjón, 24.6.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.