21.6.2007 | 18:21
Ótrúleg lífsreynsla!
Það hlýtur að hrista upp í hverjum sem lendir í því að horfa upp í byssuhlaup hjá æstum ræningja, eins og vinur minn Guðjón Ingi lenti í, þegar hann var á ferð með fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. Skipað að henda sér í gólfið og heyra bófann svo fara ránshendi um gestamóttökuna... og hlaupa út.
Sem betur fer, var bófinn bara með leikfangabyssu, en það vissu menn ekki þegar þeim var skipað að leggjast á gólfið. Hann var þó bara á reiðhjóli og tókst starfsmanni hótelsins að fella ræningjann af hjólinu fyrir utan hóteldyrnar og var honum haldið þar til danska löggan hirti hann.
Guðjón Ingi var svo fluttur á lögreglustöðina til að gefa skýrslu og eftir fjölda boða um áfallahjálp, var honum sagt að hann mætti bara fara. Hann spurði hvort hann fengi ekki skutl heim á hótel, en var tjáð að löggan sæi ekki um slíkt. Furðulegt... eftir að þeir buðu honum margoft áfallahjálp. Hugkvæmdist þeim ekki að honum væri best komið heim á hótel í faðm fjölskyldunnar? Nei nei, hann mátti labba út í myrkrið og koma sér sjálfur á hótelið.
Því fæddist eftirfarandi:
Guðjón Ingi fór í ferð,
fór til Københafnar.
Skipulagning góð var gerð
og gleði kappans dafnar.
Á hóteli, svo hugði frið
hann stóð niðrí lobbý.
Þá kom ljótur lúði við,
lögbrot var ans hobbý.
Beindi sínu byssuhlaupi
beint að Gauja nefi.
Létt tók þessu líkast skaupi,
en læddist þó að efi.
Lúðinn skrækti: Lægg dig ned!
og leit hann hvössum augum.
Gaui streitast vildi ei við,
og var að fara á taugum.
Ræninginn var röskur mjög,
rændi fullt af dóti.
Hlýddi á Guðjóns hjartaslög,
hljóp svo út sá ljóti.
En hótelstjórinn starði vel,
stíft á rumsins byssu.
Þetta er djöfuls dót, ég tel,
með dramatískri vissu.
Töltu út og tækluðu ann
og tóku dónann höndum
Bundu gripinn glæpamann
með Guðjóns axlaböndum.
Kappinn þurfti um kvöldið mitt
við Købenslöggu að rabba,
Svo mátti heim á hótel sitt,
hundfúll Gaui labba.
GKS
Sem betur fer, var bófinn bara með leikfangabyssu, en það vissu menn ekki þegar þeim var skipað að leggjast á gólfið. Hann var þó bara á reiðhjóli og tókst starfsmanni hótelsins að fella ræningjann af hjólinu fyrir utan hóteldyrnar og var honum haldið þar til danska löggan hirti hann.
Guðjón Ingi var svo fluttur á lögreglustöðina til að gefa skýrslu og eftir fjölda boða um áfallahjálp, var honum sagt að hann mætti bara fara. Hann spurði hvort hann fengi ekki skutl heim á hótel, en var tjáð að löggan sæi ekki um slíkt. Furðulegt... eftir að þeir buðu honum margoft áfallahjálp. Hugkvæmdist þeim ekki að honum væri best komið heim á hótel í faðm fjölskyldunnar? Nei nei, hann mátti labba út í myrkrið og koma sér sjálfur á hótelið.
Því fæddist eftirfarandi:
Guðjón Ingi fór í ferð,
fór til Københafnar.
Skipulagning góð var gerð
og gleði kappans dafnar.
Á hóteli, svo hugði frið
hann stóð niðrí lobbý.
Þá kom ljótur lúði við,
lögbrot var ans hobbý.
Beindi sínu byssuhlaupi
beint að Gauja nefi.
Létt tók þessu líkast skaupi,
en læddist þó að efi.
Lúðinn skrækti: Lægg dig ned!
og leit hann hvössum augum.
Gaui streitast vildi ei við,
og var að fara á taugum.
Ræninginn var röskur mjög,
rændi fullt af dóti.
Hlýddi á Guðjóns hjartaslög,
hljóp svo út sá ljóti.
En hótelstjórinn starði vel,
stíft á rumsins byssu.
Þetta er djöfuls dót, ég tel,
með dramatískri vissu.
Töltu út og tækluðu ann
og tóku dónann höndum
Bundu gripinn glæpamann
með Guðjóns axlaböndum.
Kappinn þurfti um kvöldið mitt
við Købenslöggu að rabba,
Svo mátti heim á hótel sitt,
hundfúll Gaui labba.
GKS
Íslendingur lenti í vopnuðu ráni í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.