Færsluflokkur: Ferðalög
18.7.2008 | 06:31
Sumarleyfislimra
Nú er ég á flakki í fríinu,
og forðast að vera hjá mýinu.
Til Asíu fór,
og fæ mér einn bjór,
sem drekk svo í skugga af skýinu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 20:06
Ferðamannalimra
Við fjölbreytta sjáum hér ferðamenn,
sem flakka um landið og verða menn.
Því þeir gista á kvöldum,
í gatslitnum tjöldum,
sem hlýtur í kulda að herða menn.
Ein stærsta ferðahelgi landsins framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 00:46
Evrulimra
Íslendingar á faraldsfæti hafa sérlega miklar áhyggjur af gengisþróuninni undanfarið, svo ekki sé minnst á t.d. námsmenn sem búa úti og stóla á ákveðna upphæð til að framfleyta sér. Á einu ári hefur gengið hrunð um nærri 40% og það munar sko um minna.
Gosglas kostar víst 3 á Kanarí, sem var í fyrra um 230 kr. en er núna nærri 380 kr.
Kunningi minn sagði mér að á Nasa kosti gosglasið 350 kr. Usssss...
Ég heyrði það haft eftir Jónu,
háttvirtri bankapersónu,
að vran sé góð,
fyrir íslenska þjóð,
og rétt sé að kast' okkar krónu.
Verslunarmenn vilja taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 18:48
Já, fleiri en veðurfræðingar hafa áhyggjur af haustinu!
Ætli færi ekki betur á því að segja:
Áhyggjur af ferðamannastraumnum í haust?
Ég held að haustið hafi ekkert með þetta að gera. Það kemur bara þegar það kemur, hvað sem flugumferðarstjórar gera eða hvort sem olíuverð og gengið breytast.
Áhyggjur af haustinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 15:03
Er hann maur? Listamaur?
Hirst, er víst glaðlegur gaur,
góður og langt frá því staur...
Gaf milljónir dala,
sem margir um tala,
en ég viss' ekk' hann vær' einhver maur.
Milljónir dala söfnuðust á góðgerðauppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2008 | 18:40
Kostar 50 kall að pissa...
Mér finnst alveg með ólíkindum að einhver veitingamaður úti sveit skuli rukka viðskiptavini sína um pening fyrir að fá að pissa. Ég hélt sannast sagna að veitingamönnum væri skylt að bjóða kúnnum sínum upp á salernisaðstöðu og hef aldrei þurft að borga fyrir slíka aðstöðu. Næst ætla ég örugglega að keyra framhjá Hreðavatnsskála og eyða frekar peningum í mat, kaffi, bensín og hvaðeina annað á öllum öðrum stöðum en þar. Já, ég set Hreðavatnsskála bara í bann...
Í Hreðavatnsskál' erum hissa,
og höldum að þetta sé skyssa.
Þar féhirðir snjall,
rukkar fimmtíukall,
alla þegna sem þurfa að pissa.
Rukkaður fyrir afnot af salerni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 11.2.2008 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál