Færsluflokkur: Menning og listir
4.2.2009 | 18:51
Skondnar myndir #6 - Eyjan St. Maarten
Þetta er á eyjunni St. Maarten í Karabíska hafinu. Þar er óþægilega stutt á milli flugvallarins og baðstrandarinnar.
2.2.2009 | 16:15
Skondnar myndir #4 - Handaskúlptúr
2.2.2009 | 12:02
Skondnar myndir #3 - Málaðar hendur
31.1.2009 | 21:46
Skondin mynd #2 - Krossgátublokk
21.1.2009 | 18:07
Eggjakastslimra
Það var mótmælt af miklum þunga,
í morgun í rökkri og drunga.
Sagt frá háværum seggjum,
að hend' í bíl eggjum,
þá varð skelkaður Geiri gunga.
Geir taldi sér ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2009 | 17:49
Framsóknarformannsvísa
Nú vilja einhverjir Framsókn í frí,
og freklega kalla það lesti,
að nýjan formann þeir nái sér í,
á nokkurra mínútna fresti.
Formaður í fimm mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2009 | 17:07
Hugrúnarlimra
Er Hugrún var komin í hundana
og hætti í ræktinn' að stundana.
Fór að úð' í sig mat,
bara eins og hún gat.
Og á Aski svo ættingjar fund'ana.
8.1.2009 | 00:32
Áramótalimra
Enn eru liðin hér áramót,
með æðislegt rakettukláradót.
Og um Íslandið allt,
er allsekki kalt
og það er sko þokkaleg sárabót.
31.12.2008 | 16:08
Fékk þetta sent nú áðan - grátbroslegur sannleikur
Gæinn sem geymir eyrinn minn
Ég finn það gegnum netið
að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn,
en ég veit að það er gæi
sem geymir eyrinn minn,
sem gætir alls míns fjár,
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina,
og jólagjöf hvert ár.
Ég veit hann axlar ábyrgð,
en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt,
hendur hans svo hvítþvegnar
og hárið aftursleikt.
Þó segi' í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta
í markaðssjóðunum.
Ég veit að þessi gæi
er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár,
ef hann kemst á hálan ís.
Því oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá. *
Fáir slökkva eldana,
sem fyrstir kveikja þá.
Finnur Vilhjálmsson.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál