Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Svívirðileg hækkun hjá Nóatúni!

sitelogoKunningi minn sagði mér í kvöld að hann hefði komið við í Nóatúni í Vesturbænum og keypt sér box úr salatborðinu þeirra, þetta sem hægt er að velja og blanda í sjálfur. Hann hafði oft keypt slíkt áður og á áberandi miða við salatborðið stóð alltaf: 419,- kr.

En í dag, þegar hann var að velja sér grænmeti o.fl. tók hann eftir því að verðmiðann vantaði. Hmmm... óverðmerkt? Af hverju? Hann hugsaði mér sér að hafa vakandi auga á afgreiðslukassanum. Jú, það stemmdi. Verðið á boxinu er komið upp í 659,- kr. Segi og skrifa, sexhundruð fimmtíu og níu krónur!

Hann sagði mér að hann hefði þakkað pent fyrir, en skildi boxið eftir á kassanum og gekk út án þess að kaupa neitt. Það eru takmörk fyrir því sem hægt er að bjóða kúnnanum, en að hækka salatboxið um 57% er svívirðilegt. Hann er nú einn af fjölmörgum „fyrrverandi“ viðskiptavinum Nóatúns. Búinn að fá nóg! Verslar nú annars staðar. Pössum okkur bæði á röngum hillumerkingum og óverðmerktum vörum!

Rifja upp áður birta limru:

Nú er ég langþreyttur neytandi,
því Nóatún sífellt er breytandi,
verði á kassa,
það virðist ei passa
við hilluverð - þetta er þreytandi.


Gvendarlimra

Mér finnst hann svo frábær hann Gvendur,
með fallegar kraftmiklar hendur.
En lappirnar eru,
líkastar peru,
hann oftast er eins og sé kenndur.


Hannesarlimra

Hátæknimaðurinn Hannes,
hagfræði lærði í Randers.
En svo kom hann aftur,
því aðdráttarkraftur,
Íslands, hann dró út á annes.

SPENNA - Nýtt áhugavert tímarit

SPENNAMig langar að vekja athygli á nýju tímariti. Það heitir SPENNA og er uppfullt af sönnum glæpasögum, þjóðlegum fróðleik, dulrænum frásögnum, gríni og gamansögum, auk vísnaþátts sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sá frómi hagyrðingur sér um.

Blaðið er allt hið áhugaverðasta og ég hvet alla sem ekki eru búnir að næla sér í eintak að hraða sér út í næstu bókabúð og fá sér SPENNU. Í þessu fyrsta tölublaði sem komið er út, má finna greinarnar:

Bonnie og Clyde - frægasta glæpapar sögunnar
Mueller malar gull
Viðurnefni í Vestmannaeyjum - af Jóni alyfát, Koppamundu o.fl.
Blóðsugan - kjallaraherbergi dauðans
Dávaldurinn í Neskaupstað
Lyfjanotkun Hitlers - úr læknaskýrslum foringjans
Íslenskar gamansögur
Ástkona sölumanns deyr - innblástur í réttarmeinafræðina
Vísnahorn Ragnars Inga
Enginn friður fyrir Peace. 


Björgvins Páls Gústavssonarlimra

Það bar ansi mikið á Bjögga,
með „brilliant“ markvörslu snögga.
Fólk byrjað' að hvetja:
„Hann Björgvin er hetja!“
Það á ekk' að ergj'ann og bögga.

mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússalimra

Það  var eitt sinn rauðhærður Rússi,
sem reiddist í viðskiptastússi.
Hann barði í borðið
og bað svo um orðið,
en fór síðan burtu í fússi.

Subbulimra

Um smákrakka heyrt nú ég hef,
sem hefur svo rosalegt nef,
að þykir víst verra,
ef þarf 'ann að hnerra,
því slettist þá hor, bæði og slef.

Hundalimra

Ég frétti að frekjan 'ún Hrund,
hefði fengið sér spánnýjan hund.
En Lubbi víst át,
leikfangabát,
peð og ein 200 £.

Vanvirðing keppenda við áhorfendur á Ólympíuleikunum

080808

Hvernig ætli það sé? Eru engar siðareglur varðandi framkomu þátttakenda á setningarhátíðum ólympíuleika?

Mér finnst til dæmis að þátttakendum ætti ekki að líðast að vera með GSM-síma, ljósmyndavélar eða hreyfimyndavélar þegar gengið er einn á vettvanginn. Margir virðast ekki hafa tíma til að horfa hvert verið er að ganga, veifa fólki og brosa, vegna anna við eigin myndatökur, eða spjall í síma eins og sést á myndinni af Íslendingunum hér að ofan. Ein er að tala í síma, nokkrir aðrir eru með myndavél sér í hönd.


Handboltalimrur

Þeir brjálaðan spiluðu bolta,
í Beijing og glenntu upp skolta.
Það var rosalegt puð
og rafmagnað stuð,
já, hátt bar' í hundrað volta.

Þeir Rússana bitu í bossa,
er boltann þeir marglétu gossa,
í rússneska netið
og nálguðust metið,
í að knúsast og afhenda kossa.


mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband