Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eggjakastslimra

Það var mótmælt af miklum þunga,
í morgun í rökkri og drunga.
Sagt frá háværum seggjum,
að hend' í bíl eggjum,
þá varð skelkaður Geiri gunga.


mbl.is Geir taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarformannsvísa

Nú vilja einhverjir Framsókn í frí,
og freklega kalla það lesti,
að nýjan formann þeir nái sér í,
á nokkurra mínútna fresti.

mbl.is Formaður í fimm mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarlægðin gerir fjöllin blá ... og langt til Keflavíkur!

Í röksemdafærslu þeirra sem vilja halda innanlandsflugi á Reykjavíkurflugvelli hefur margoft verið tönnlast á því að það sé of langt að aka til Keflavíkur í innanlandsflug.

En er eitthvað styttra til Keflavíkur þegar sjúklingar eru annars vegar? Það tekur um 40 mínútur, hvort sem menn eru heilbrigðir eða veikir, en ég hefði haldið þá heilbrigðu betur í stakk búna að aka á milli en þá veiku, ekki satt?


mbl.is Styrkja ætti en sundra ei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sarah Palin-limra

Ferlegan gerði hann feilinn,
er í framboðið valdi hann Palin.
John finnst ekkert gaman
er fylgið dregst saman,

hann er kynlegur Kananna heilinn.

mbl.is Blikkandi Palin ruglar fólk í ríminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown-limra

Ég vildi að værum við án,
hins vonda og skapilla Brown.
Oss líkir við terror,
ég tel það sko error
Hans framkoma' er smekklaus og smán.


Sverrislimra

Rumur sem réðist að Sverri
og ruddi víst örðu hverri,
AF - borði hans,
þessa „AFLraunamanns“.
Ætl' ann sé eitthvað verri?

mbl.is Stimpingar á skrifstofu AFLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blair-limra

Er víst á meðan er,
að endingu síðan fer.
En núna við fréttum,
á netmiðli þéttum,
að Bretarnir sakna Blair.


mbl.is Bretar sakna Blair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það heitir HAPPDRÆTTI, Sumarliði!

happadraettiÁgæti Sumarliði!

Ég geri ráð fyrir að þú sért kominn aftur til starfa á mbl.is, því undanfarna daga hafa ambögurnar og vitleysurnar aukist til muna.

Hafðu bara í huga að rétt er að flýta sér ekki um of í fréttaskrifunum. Þú færð ekki borgað eftir afköstum. Þú ert á tímakaupi. Flettu upp orðum sem þú ert ekki viss um og fáðu jafnvel einhvern til að prófarkalesa áður en færslurnar birtast.

Þá verða allir svo miklu glaðari. 


mbl.is Varað við SMS skilaboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann maur? Listamaur?

Hirst, er víst glaðlegur gaur,
góður og langt frá því staur...
Gaf milljónir dala,
sem margir um tala,
en ég viss' ekk' hann vær' einhver maur.

listamaur
mbl.is Milljónir dala söfnuðust á góðgerðauppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert óeðlilegt, ef miðað er við vinnu fólks


Stór hópur fólks fær ýmist sköffuð föt, eða fatapeninga, vegna starfs síns og þykir ekkert óeðlilegt við það. Þannig má telja að það sé ekkert óeðlilegt við að einhverjir stjórnmálamenn fái föt til skiptanna, miðað við drulluvinnuna, fnykinn og skítkastið sem sumir virðist stunda í vinnunni. Þeir ástunda greinilega mikla erfiðisvinnu.

Og hvað með allar hnífsstungurnar í bakið? Þarf ekki nýja jakka og nýjar skyrtur fyrir svona fólk?

Ekki er furða að einhverjir Framsóknarmenn,
fatakaup þurfi að stunda í kippum og hrönnum.
Því skítkast, rógburð og bakstungur ástunda enn,
allir sem vinna með framsóknarstjórnmálamönnum.

 

En hvernig er með fatakaupin? Af hverju voru engir kjólar keyptir, eða blússur, nælonsokkar og draktir? Þurftu konurnar í efstu sætunum ekki að líta vel út og vera fínar og sætar? Er ekki eitthvað meira að?


mbl.is Ekkert óeðlilegt við fatakaupin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband