Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Skondnar myndir #6 - Eyjan St. Maarten

Þetta er á eyjunni St. Maarten í Karabíska hafinu. Þar er óþægilega stutt á milli flugvallarins og baðstrandarinnar.

st_maarten_airport001_787678.jpg

maarten002.jpg

maarten003.jpg 

maarten004.jpg 

maarten005.jpg


Óskarslimra

Á Oddeyri hitti ég Óskar,
sem á átta dætur, mjög þrjóskar.
Hann elskar paellur
og allskonar gellur,
en mest svona mexíkóskar.

Þú veist að það er árið 2008, ef ...

1.
... þú ferð í partý og kvöldið fer aðallega í að taka myndir fyrir bloggið þitt.


2.
...  þú hefur ekki lagt kapal með alvöru spilastokki í nokkur ár.


3.
... ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma af gömlu vinunum er sú að þeir blogga ekki, eru ekki á MySpace og eða á FaceBook.


4.
... þú leitar frekar um alla íbúð að fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.


6.
... kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.


7.
... þú lest þennan lista brosandi og kinkar kolli öðru hvoru.


8.
... þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að eyða tíma í að lesa þennan lista.


9.
... þú ert of upptekin/upptekinn - og tókst ekki eftir númer fimm.


10.
... þú fórst virkilega til baka til að athuga hvort það væri eitthvað númer fimm.


11.
... þú hlærð svo af heimsku þinni.


12.
... þú sendir þetta á vini þina, eða skellir þessu á bloggið þitt eða kemur þessu á framfæri einhverstaðar.

 

Fékk þetta sent frá Bjössa vini mínum, finnst þetta alveg frábært!


SPENNA - Nýtt áhugavert tímarit

SPENNAMig langar að vekja athygli á nýju tímariti. Það heitir SPENNA og er uppfullt af sönnum glæpasögum, þjóðlegum fróðleik, dulrænum frásögnum, gríni og gamansögum, auk vísnaþátts sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sá frómi hagyrðingur sér um.

Blaðið er allt hið áhugaverðasta og ég hvet alla sem ekki eru búnir að næla sér í eintak að hraða sér út í næstu bókabúð og fá sér SPENNU. Í þessu fyrsta tölublaði sem komið er út, má finna greinarnar:

Bonnie og Clyde - frægasta glæpapar sögunnar
Mueller malar gull
Viðurnefni í Vestmannaeyjum - af Jóni alyfát, Koppamundu o.fl.
Blóðsugan - kjallaraherbergi dauðans
Dávaldurinn í Neskaupstað
Lyfjanotkun Hitlers - úr læknaskýrslum foringjans
Íslenskar gamansögur
Ástkona sölumanns deyr - innblástur í réttarmeinafræðina
Vísnahorn Ragnars Inga
Enginn friður fyrir Peace. 


Stínulimra

Óþekktarstelpan hún Stína,
stalst til að fara til Kína.
Er í vopnaleit beið,
hún varð eitthvað reið.
Nú vegabréf vill ekki sýna.

 


Skólalimra

Afburðanemandinn Einar,
ellefu, lærir hann, greinar.
En stærðfræðibókin,
er strembin og flókin,
svo alltaf hann kvartar og kveinar.

Vanvirðing keppenda við áhorfendur á Ólympíuleikunum

080808

Hvernig ætli það sé? Eru engar siðareglur varðandi framkomu þátttakenda á setningarhátíðum ólympíuleika?

Mér finnst til dæmis að þátttakendum ætti ekki að líðast að vera með GSM-síma, ljósmyndavélar eða hreyfimyndavélar þegar gengið er einn á vettvanginn. Margir virðast ekki hafa tíma til að horfa hvert verið er að ganga, veifa fólki og brosa, vegna anna við eigin myndatökur, eða spjall í síma eins og sést á myndinni af Íslendingunum hér að ofan. Ein er að tala í síma, nokkrir aðrir eru með myndavél sér í hönd.


Kínverja skortir rök

475365Gilbert Felli, í alþjóðlegu ólympíunefndinni, varði sömuleiðis ákvörðunina og sagði þetta líkt því að íþróttamaður tæki þátt í undirbúningskeppni leikanna en kæmist ekki á leikana sjálfa.

Þarna var alþjóðlega ólympíunefndin að styðja ákvörðun Kínverja að láta líta út sem hin níu ára gamla Lin Miaoke syngi við opnunarathöfnina, þegar hið sanna er að hin sjö ára gamla Yan  Peiyi söng, á meðan hin hreyfði bara varirnar... vita laglaus.

Lítum á þetta frá öðru sjónarhorni. Örn Arnarson er skráður til keppni í 100 metra baksundi. En þar sem baksund er ekki sterkasta grein hans, er einhver annar fenginn til að líta út eins og Örn og keppa í hans nafni í baksundinu. Almenningur er látinn halda að Örn sé að keppa.

Er þetta nú í ólympíuandanum?  Eh... Nei...!!! 


mbl.is Kínverjar verja ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónárlimra

Það finnst einhver deli við Dóná,
sem dömur eru alltaf að gón'á,
því oftast hann er,
í ánni víst ber
og mun kvennhyllistoppinum trón'á.

Skrambi góð mynd

large_Batman%20-%20The%20Joker-d3xjfbwm

 

Ég sá Batman-myndina í fyrradag og verð að segja að hún er bara skrambi góð. Heath Ledger stóð langt upp úr sem Jókerinn, en ég var alls ekki eins ánægður með leik Christian Bale, sérstaklega hvernig hann er látinn urra í stað þess að tala, í hlutverki Batmans. Þá fannst mér Aaron Eckhart frekar ósannfærandi í hlutverki Harvey Dent og síðar í hlutverki Two-Face, þótt gervi hans væri flott. Uppúr stóðu Heath Ledger, eins og áður sagði, Gary Oldman, Morgan Freeman og svo séntilmaðurinn Alfred,sem Michael Cane lék. Svo fanns mér Eric Roberts koma skemmtilega á óvart í hlutverki Salvatore Maroni.

Fín mynd sem er vel þess virði að sjá hana. 


mbl.is Kvikmynd um Leðurblökumanninn setur aðsóknarmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband