Leita í fréttum mbl.is

Hræsni Ameríkanans...

Bandaríska fjarskiptanefndin (FCC) segir að þátturinn, sem er frá árinu 2003, hafi sýnt rasskinnar á konu bæði í nærmynd og frá mörgum sjónarhornum, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Það er álit nefndarinnar að það sé smekklaust að sýna með móðgandi hætti kynferðislegar athafnir eða fólk hafa hægðir í sjónvarpi fyrir kl. 22 á kvöldin.

ABC vísar þessu á bug, og bendir á að rasskinn teljist ekki til kynfæra.

Búið er að sekta allar 52 stöðvar ABC sem hafa sjónvarpað þættinum umdeilda.

Þetta er lýsandi dæmi um hræsni þeirra fyrir vestan haf, því það er jafnvel í lagi að drepa og limlesta í þattum sem eru ætlaðir börnum og fjölskyldum, en að brjóst eða rass sjáist í sjónvarpsþætti er óhugsandi í þeirra augum. Ussssss... Fáránlegt!

Ameríkanarnir æpa og veina,
ef það sést dálítil nekt.
En ókey að myrða og allt hvaðeina,
af athygli glápa í spekt.


mbl.is ABC gert að greiða háa nektarsekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Kr.

Gunnar Kr. býr í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi. Þriggja drengja faðir og áhugamaður um mannlegt atferli, tónlist, kveðskap og töfrabrögð.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband